Opið hús: Skúlagata 40, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 09 06 05. Eignin verður sýnd mánudaginn 19. maí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 82,8fm. og þar af er 15fm. stæði í bílakjallara.
Nánar um eignina:
Forstofa með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Stofa rúmgóð með parketi á gólfi. Útgengt er út á góðar svalir.
Eldhús með snyrtilegri innréttingu, ofn í vinnuhæð, gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu, helluborð, vifta og parket á gólfi.
Svefnherbergi með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Baðherbergi með innangengnum sturtuklefa þar sem er gott aðgengi, snyrtileg innrétting og dúkur á gólfi.
Þvottahús/geymsla er innan íbúðar, skolvaskur, hillur, skápur og dúkur á gólfi.
Bílastæði í bílakjallara fylgir eigninni, þvottaaðstaða fyrir bíla.
Sameignin hefur verið mikið endurnýjuð og vel við haldið. Nýlega var skipt um gler í sameigninni og settir upp nýir dyrasímar.
Öll aðstaða í húsinu er til fyrirmyndar. Í bílageymslunni er sér bílastæði og er þar aðgengi sameiginlegri þvottaaðstöðu fyrir bílinn. Stór sameiginlegur samkomusalur er í húsinu sem íbúar geta fengið til afnota gegn vægu gjaldi. Á jarðhæðinni er sameiginleg aðstaða með heitum potti, saunubaði og sturtu sem íbúar hafa aðgang að. Félagsheimili Reykjavíkurborgar að Lindargötu 59, er í um fimm mínútna fjarlægð, en þar hefur verið hægt að fá heitan mat í hádeginu og ýmsa aðra þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu [email protected]
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.