Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björn Guðmundsson
Berglind Jónasardóttir
Greta Huld Mellado
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2007
svg
108 m²
svg
3 herb.
svg
2 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Útsýni

Lýsing

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Glæsilegur 108 fm. sumarbústaður sem staðsettur er í vinsælu sumarhúsalandi í Heiðarbyggð gegnt Akureyri. Húsið stendur á 4.292 fm. lóð fyrir ofan veg sem liggur í gegnum hverfið. Lóðin er gróin og búið að útbúa malarplan fyrir framan bústaðinn sem leiðir niður að bílskúrshurð á norðurstafni hússins. Bogadreginn steyptur veggur með lýsingu nær frá enda bílaplans að húsi.  Frábært útsýni er af lóðinni, sérstaklega yfir fjörðinn að Akureyri. 

Timburhúsið er byggt á steyptum kjallara og steyptir stöpplar eru undir mjög stórum timburpalli sem aðgengilegur er bæði úr forstofu og úr alrými. Borið hefur verið reglulega á bæði hús, skjólveggi og dekk á palli og er eignin almennt í góðu viðhaldi. Húsið er kynnt með rafmagnshitun í gegnum gólfhitakerfi en auk þess er varmakynding með blásara í alrými á efri hæð og sjónvarpsholi á neðri hæð.  

Eignin skiptist í forstofu efri og neðri hæðar, bíl- eða tækjaskúr, geymslu, tvö baðherbergi sjónvarpshol, 2 svefnherbergi, eldhús og stofu í opnu rými og svefnloft. 

Efri hæð:
Forstofa er með flísar á gólfi og opnu fatahengi. 
Hol er með parket á gólfi, þaðan er stigi upp á svefnloft sem er rúmgott með góðri lofthæð og svefnplássi. 
Svefnherbergi eru tvö, bæði með parket á gólfi og litlum skápum á vegg. 
Baðherbergi er nýlega endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa, handklæðaofn, innréttingu í kringum vask, upphengt salerni og opnanlegt fag. 
Eldhús og stofa er í opnu rými með parket á gólfi.  Eldhúsinnrétting er L laga, með stæði fyrir uppþvottavél, bakaraofn í vinnuhæð og litlum kæliskáp. Úr stofu er gengið út á mjög stóra timburverönd sem snýr til suðurs. 

Neðri hæð: 
Komið er niður í rými þar sem er í dag sjónvarpsherbergi, þar er parket á gólfi. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með hornbaðkari, upphengdu salerni, góðri innréttingu í kringum vask og innréttingu í kringum þvottavél og þurrkara í vinnuhæð auk þess sem er opnanlegt fag í rýminu. 
Tækjaskúr er með flísar á gólfi, þar er einnig inntök fyrir vatn og rafmagn og hitakútur.
Geymsla er inn af bílskúr aðgengileg úr sjónvarpsholi. Þar eru flísar á gólfi og henni skipt upp með millivegg og hurð. Vel er hægt að nýta fremri geymsluna sem svefnherbergi. 

Kaldur geymsluskúr er á verönd og umhverfis hana eru blómabeð. Góð lóð með með grasi er fyrir framan veröndina. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
14. apr. 2014
12.999.000 kr.
27.000.000 kr.
108 m²
250.000 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone