Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2002
83,9 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
Glæsilegt 84 fm sumarhús á 8.000 fm eignarlóð í friðsælu og afskekktu umhverfi í Vaðnesi – með heitum potti og stórri verönd
Fallegt og vel við haldið sumarhús við Efri-Markarbraut í Vaðnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið er 84 fm, auk 10 fm óskráðrar geymslu, og stendur á 8.000 fm eignarlóð með mikilli náttúru, ró og góðu næði. Fjarlægð er í næsta bústað sem tryggir frið og persónulegt rými án ónæðis frá nágrönnum.
Skipting eignar:
Forstofa, Eldhús, Rúmgóð stofa, Baðherbergi, Þrjú svefnherbergi, Háaloft, Sér geymsla/þvottahús (óskráð, ca. 10 fm).
Nánari lýsing:
Sumarhúsið er einstaklega notalegt og bjart með fallegri innréttingu og góðri nýtingu. Þrjú svefnherbergi gera það hentugt fyrir fjölskyldur og gesti. Útgengt er á stóra verönd sem nær í kringum húsið – þar má njóta útiverunnar í heitum potti eða við grillið í kyrrð og algjöru næði.
Eignin hefur fengið gott viðhald og stendur á staðsteyptum sökkulveggjum. Húsið er byggt úr stálgrind og timburgrind, sem tryggir styrk og endingu.
Hitakerfi:
Gólfhitakerfi í 4 mottum á 4 sérstöðum hitastýringum (termóstötum).
Aðstaða og staðsetning:
Heitt og kalt vatn og rafmagn, stutt í allar helstu þjónustur.Góð fjarlægð frá næstu sumarhúsm sem tryggir ró, næði og fullkomna afslöppun.
Innifalið í kaupunum:
Öll húsgögn fylgja, þar á meðal þvottavél, kaffivél og verkfæri. Eina sem fylgir ekki eru persónulegir munir eiganda. Húsið er því tilbúið til notkunar strax.
Frábært tækifæri til að eignast vel búið sumarhús í rólegu og friðsælu umhverfi – fullkomið fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar í algjöru næði.
Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasali [email protected], Gsm 895 3000, eða Ísak Ásmnudsson [email protected], Gsm 866 6566.
Fallegt og vel við haldið sumarhús við Efri-Markarbraut í Vaðnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið er 84 fm, auk 10 fm óskráðrar geymslu, og stendur á 8.000 fm eignarlóð með mikilli náttúru, ró og góðu næði. Fjarlægð er í næsta bústað sem tryggir frið og persónulegt rými án ónæðis frá nágrönnum.
Skipting eignar:
Forstofa, Eldhús, Rúmgóð stofa, Baðherbergi, Þrjú svefnherbergi, Háaloft, Sér geymsla/þvottahús (óskráð, ca. 10 fm).
Nánari lýsing:
Sumarhúsið er einstaklega notalegt og bjart með fallegri innréttingu og góðri nýtingu. Þrjú svefnherbergi gera það hentugt fyrir fjölskyldur og gesti. Útgengt er á stóra verönd sem nær í kringum húsið – þar má njóta útiverunnar í heitum potti eða við grillið í kyrrð og algjöru næði.
Eignin hefur fengið gott viðhald og stendur á staðsteyptum sökkulveggjum. Húsið er byggt úr stálgrind og timburgrind, sem tryggir styrk og endingu.
Hitakerfi:
Gólfhitakerfi í 4 mottum á 4 sérstöðum hitastýringum (termóstötum).
Aðstaða og staðsetning:
Heitt og kalt vatn og rafmagn, stutt í allar helstu þjónustur.Góð fjarlægð frá næstu sumarhúsm sem tryggir ró, næði og fullkomna afslöppun.
Innifalið í kaupunum:
Öll húsgögn fylgja, þar á meðal þvottavél, kaffivél og verkfæri. Eina sem fylgir ekki eru persónulegir munir eiganda. Húsið er því tilbúið til notkunar strax.
Frábært tækifæri til að eignast vel búið sumarhús í rólegu og friðsælu umhverfi – fullkomið fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar í algjöru næði.
Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason fasteignasali [email protected], Gsm 895 3000, eða Ísak Ásmnudsson [email protected], Gsm 866 6566.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
28. feb. 2024
45.800.000 kr.
53.800.000 kr.
83.9 m²
641.240 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025