Upplýsingar
Byggt 2010
484,1 m²
6 herb.
3 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Sérlega glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús á frábærum stað í litlu sérbýlishúsahverfi við Reynisvatnsás. Frábær staðsetning í botni Úlfarsárdals þar sem örstutt er í alla helstu þjónustu, skóla og í góðar göngu- og hjólaleiðir í ósnortna náttúruna. Stutt göngufæri í nýlega sundlaug, Dalslaug og nýja íþróttamiðstöð Fram.Húsið er vandað í alla staði í efnisvali. Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði húsið og Rut Káradóttir sá um innanhússhönnun. Helgi í Lumex sá um hönnun og efnisval í lýsingu. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af Smíðaþjónustunni. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hannaði garð.
Eignin er í heild skráð 364,10 fm en einnig eru óskráð rými á neðri hæð sem telja um 120 fm og með þeim rýmum meðtöldum er eignin því alls um 484,1 fm. Aukin lofthæð er í húsinu, lofthæð meginrými efri hæðar er 3,75 metrar. Lofthæð neðri hæðar er 2,8 metrar.
*Smelltu hér fyrir söluyfirlit*
Efri hæð - Anddyri, stofa, borðstofa, eldhús, gangur, gestasalerni, skrifstofa, hjónasvíta og bílskúr.
Gengið er inn í anddyri með stórum fataskápum með rennihurð. Flísar á gólfi.
Frá anddyri er inngengt í rúmgóðan bílskúr. Bílskúrinn er rúmgóður með rafmagnsdrifinni hurð. Það er geymsla inn af bílskúr með góðu skápaplássi. Heildarstærð bílskúrs m. geymslu er 59,2 fm.
Tvær samliggjandi stofur með mikilli lofthæð. Niðurtekið loft með hljóðgildrum. Arin. Gólfsíðir gluggar eru á tvo vegu inn í rýmið.
Eldhús er opið að hluta yfir í stofu. Sérsmíðaðar vandaðar innréttingar. Steinn á borðum. Vínkælir í eyju. Flísar á gólfi. Útgengt út á verönd frá eldhúsi.
Flísalagður breiður gangur. Við enda gangsins er útgengt á svalir sem eru L-laga meðfram suður- og vesturhlið hússins.
Gestasalerni með flísum á gólfi. Upphengt salerni. Sérsmíðaðar innréttingar.
Rúmgóð skrifstofa með fallegum upphengdum skápum og hillum. Væri einnig hægt að nýta sem svefnherbergi. Glæsileg tvöföld hurð sem nær alveg upp í loft svo hægt er að opna rýmið alveg við gang.
Vel hönnuð hjónasvíta með miklu geymsluplássi. Fataherbergi og baðherbergi innaf svítu. Baðherbergið er rúmgott með opnanlegum gluggum. Flísalagt í hólf og gólf. Sérsmíðaðar innréttingar og bekkur við sturtu. Innbyggð blöndunartæki í sturtu.
Gengið er niður breiðan stiga á neðri hæð.
Neðri hæð - Gangur, geymsla, þvottahús, sjónvarps/fjölskylduherbergi, baðherbergi, tvö svefnherbergi, þrjú óskráð rými (gluggalaus)
Komið er niður stigann inn á breiðan gang. Breið rennihurð út á hellulagða verönd frá gangi.
Rúmgott opið rými sem nýtt er sem sjónsvarps/fjölskylduherbergi. Útgengt á hellulagða verönd með heitum potti.
Tvö rúmgóð svefnherbergi, annað þeirra með fataskápum.
Baðherbergið með fallegri innréttingu og vegghengdu salerni, baðkar og rúmgóð sturta.
Frá gangi er geymsla og inn af henni er þvottahús með miklu skápaplássi og tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Á hæðinni er ca. 120 fm rými sem er óskráð og er í dag nýtt sem tómstundarherbergi og geymslur. Óskráða rýmið er gluggalaust en með loftræstingu. Ýmsir möguleikar.
Húsið stendur á snyrtilegri lóð meðupphitað bílaplan sem rúmar vel þrjá bíla. Timburverönd er við inngang við suðurhorn hússins og steyptir skjólveggir. Frá verönd er gengið út á svalir sem eru meðfram suð- og vesturhlið hússins. Einnig er hægt að ganga niður á hellulagða verönd með heitum potti.
Gólfefni hússins er gegnheilt viðarparket á flestum rýmum en á öðrum flísar. Allar innréttingar og hurðir eru sérsmíðaðar. Innfelld lýsing er í flestum rýmum.
Húsið hefur fengið gott viðhald og er það meðal annars nýlega málað að utan.
Nánari upplýsingar veitir:
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í s: 867-0968 eða [email protected]
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook