Opið hús: Úthlíð 13, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 00 01. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 11. september 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Vel skipulagða þriggja herbergja 79,1 m2 íbúð í kjallara í góðu fjórbýlishúsi við Úthlíð 13 í Reykjavík. Gengið er inn um sameiginlegan inngang. Eignin skiptist í gang með góðum fataskápum, eldhús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og bjarta og rúmgóða stofu með útgengi á 9,7 m2 sérafnotareit í suður. Aðgangur er að sameiginlegu þvottahúsi í sameign og sameiginlegri geymslu undir útitröppum.
Birtar stærðir skv. HMS: Íbúð er 79,1 m2 merkt 0001.
Sækja söluyfirlit strax
Nánari lýsing
Gangur er með flísum á gólfi og fataskáp.
Hol er með harðparketi á gólfi.
Eldhús er með hvítri innréttingu, eldavél með helluborði, háf fyrir ofan og tengi fyrir ísskáp, flísar á gólfi. Lítil uppþvottavél er á borði sem getur fylgt.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, handlaug með skápum og sturtu með glerskilrúmi.
Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð með harðparketi á gólfi.
Stofa og borðstofa er björt og rúmgóð með harðparketi á gólfi.
Sérafnotareitur út frá stofu er 9,7 m2 með nýrri verönd og snýr í suður.
Viðhald
Árið 2022. Þakjárn, þakpappi og þakkantur endurnýjað.
Árið 2024 var farið í umfangsmiklar framkvæmdir vegna svalamála, svalir voru steyptar á 1. og 2. hæð, nýjar svalargrindur útbúnar fyrir risíbúð og nýr svalarbotn settur í kjallara. Allur kostnaður vegna svalaframkvæmda hefur verið greiddur.
Um er að ræða góða þriggja herbergja íbúð á vinsælum stað í Hlíðunum, stutt frá allri helstu þjónustu og útivistarsvæði við Klambratún.
Allar nánari upplýsingar veita:
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali
í félagi FF / [email protected] / 823-2800
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali
í félagi FF / [email protected] / 823-2600
Láttu okkur selja fyrir þig! Við veitum þér sölu- og kaupráðgjöf án skuldbindingar
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat