Lýsing
Nánari lýsing eignar:
- Bílastæði: Í sameiginlegri 3ja bíla lokaðri bílageymslu, innangengt er í húsið. Nýlegur hurðaopnari er á bílskúrshurð.
- Forstofa: Flísalögð með góðum fataskáp.
- Eldhús: Með lakkaðri innréttingu frá HTH, reyklitað gler er á milli efri og neðri skápa og yfir helluborði, sem auðveldar þrif. Tengi er fyrir uppþvottavél. Parket á gólfi. Gluggi í eldhúsi með góðu útsýni til norðurs og yfir sameiginlegt leiksvæði.
- Stofa og borðstofa: Í björtu opnu rými, útgengt þaðan á rúmgóðar suður svalir.
- Herbergi 1: Með stórum fataskáp og parketi á gólfi sem nær einnig undir fataskápinn.
- Herbergi 2: Rúmgott barna- eða heimavinnuherbergi með parketi á gólfi.
- Baðherbergi: Flísalagt, bæði gólf og veggir. Baðkar með sturtuaðstöðu og nýlegu blöndunartæki. Góð innrétting.
- Þvottahús: Inni í íbúðinni með góðri innréttingu. Flísar á gólfi.
- Geymsla: Í sameign ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
- ANNAÐ: Nýlegt parket er á allri eigninni. Ný innrétting var sett í þvottahúsið. Innréttingar á baði og eldhúsi hafa verið lakkaðar, og allar hurðir í eigninni hafa verið lakkaðar ásamt því að skipt var um hurðahúna. Fataskápar eru nýlegir. Skipt var um þakdúk á húsinu árið 2021, og árið 2023 var sett ný heimtaug og hleðslustöðvar á plani fyrir framan hús.
- Arnþór Jónsson, viðskiptafræðingur og aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 663 3030 eða í netfanginu [email protected]
- Marta Jónsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 863 3445 eða í netfanginu [email protected].
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.