Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög falleg og björt 94,6 m2, 3ja herbergja íbúð með fallegu útsýni á 2. hæð í lyftuhúsi við Andrésbrunni 6 í Grafarholti í Reykjavík. Íbúðinni fylgir stæði í þriggja stæða bílageymslu. Góð malbikuð bílastæði eru fyrir framan húsið og er búið að setja hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla þar.
Húsið er í rólegum botnlanga neðarlega í dalnum. Göngufæri er í leik- og grunnskóla. Einnig eru flottir hjóla- og göngustígar niður í dalinn þar sem er að finna sundlaug, íþróttamiðstöð o.fl. Einnig er örstutt út í óspillta náttúruna. Eignin er skráð 94,6 m2, þar af íbúð 87 m2 og geymsla 7,6 m2.
Eignin skiptist í tvö herbergi, baðherbergi, þvottahús, forstofu, eldhús, stofu og borðstofu. Sérgeymsla í sameign á jarðhæð. Gott skipulag. Svalir í suðurátt.
Endurbætur samkvæmt seljanda: Skipt var um dúk á þaki 2022 og settur hitaþráður í niðurföll, 2023 voru heimtaugar stækkaðar og sett upp bílahleðsla.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax
Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Hol/gangur er með parketi á gólfi
Stofa og borðstofa eru með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á svalir til suðurs.
Eldhús er, opið og tengist stofu og borðstofu, er með flísum á gólfi og fallegri eldhúsinnréttingu með bakaraofni, helluborði og háf. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Mjög fallegt útsýni til norðurs er úr eldhúsi.
Þvottahús er með skápum og snúrum. Flísar á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með innréttingu, salerni, sturtuklefa og baðkari.
Svefnherbergi 1 (hjónaherbergi) er með parketi á gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi 2 er með parketi á gólfi og fataskáp.
Sérgeymsla á jarðhæð 7,6 m2 með hillum.
Bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir eigninni. Er með inngang inn af stigagangi, þannig að ekki þarf að fara út úr húsi. Hún er á götuhæð og með bílskúrshurð með sjálfvirkum opnara. Þrír bílar eru með þessa bílageymslu og eru fermetrarnir ekki inni í fermetrastærð íbúðar.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla er á jarðhæð.
Verð kr. 70.900.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.